-ENGLISH INFO BELOW-
Aldur: 6-9 ára + 10 ára og eldri
Tímabil: 11. júlí – 15. júlí
Klukkan: 9:00-12:00 fyrir 6-9 ára og 13:00-16:00 fyrir 10 ára og eldri.
Kennslustaður: Íþróttahúsinu Egilsstöðum
Verð: 20.000. Fjölskylduafsláttur: 10%
Smellið hér til þess að skrá þáttakendur: https://forms.gle/YLVRiqbgyBnn7wDo6
Húlladúllan býður áhugasöm börn velkomin í vikulangt sirkusævintýri. Nemendur kynnast töfrum sirkuslistanna og spreyta sig á fjölbreyttum sirkusáhöldum og sirkusfimleikum. Í lok námskeiðsins bjóðum við fjölskyldu og vinum til sannkallaðrar sirkusveislu þar sem við leikum listir okkar og bjóðum svo gestum okkar að spreyta sig!
Við munum húlla húllahringjum, læra loftfimleika í silki, djöggla slæðum, boltum og hringjum, dansa með fimleikaborða, leika okkur að blómaprikum, kínverskum jójóum og sveiflusekkjum, læra sirkusfimleika og akró, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, halda jafnvægi á töfrafjöðrum og leika kúnstir með kínverska snúningsdiska.
Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og umhyggju fyrir félögum okkar og það að þáttakendur uppgötvi og njóti eigin styrkleika. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði
Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu.
ENGLISH
Age: 6-9 years old and 10+
When: July 11th – 15th 2022.
Hours: 6-9 years olds: 09:00 – 12:00 and 10 years and older: 13:00 – 16:00.
Where: The sportshall Egilsstaðir.
Price: 20.000. Sibling discount: 10%
Click here to register participants: https://forms.gle/YLVRiqbgyBnn7wDo6
Participants will experience the magic of the circus world and have fun with all kinds of circus toys and activities. At the end of the week parents and family will be invited to see us perform some to the fun stuff we learnt and created during the week.
Activities include: Hula-hooping, juggling, aerials in silks, flowersticks, diabolos, poi, acrobatics, rola-bola, balance feathers, chinese spinning plates and all kind of games.
Emphasis is placed on creativity, cooperation and learning how to support and care for each other when working together as a group. Participants get to discover and enjoy their own strengths at their own speed. The circus arts strengthen physical abilites, especially balance and agility, but also help participants develop concentration, strengthen self-esteem and nurture creativity and imagination.
The main teacher and organizer of the programme is Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, also known as Húlladúllan. She has worked as circus teacher and artist since 2009, both in Iceland and in Mexico, the UK and France. She has completed internation diplomas as a hoop instructor and completed social circus teacher studies with Caravan.