Síðasta föstudag heimsótti Húlladúllan Síðuskóla á Akureyri. Tilefnið var var hátíð þar sem því var fagna að nemendur skólans væru búin að safna 2000 hrósmiðum. Hugmyndin með hátíðinni er að vera með uppákomu sem allir nemendur skólans njóta góðs af. Húlladúllan lék listir sínar og dró svo upp eitt uppáhalds sirkusáhaldið sitt, jafnvægisfjaðrirnar, og kenndi nemendum og starfsfólki skólans undirstöðuatriði jafnvægislistanna. Einbeitingin skein út úr hverju andliti og gleðin yfir því að ná valdi á fjöðurinni var ósvikin. Á hátíðinni voru um 370 nemendur og starfsfólk sem öll tóku þátt í kennslunni og má því eflaust tala um óformlegt íslandsmet í sirkuskennslu! Takk Síðuskóli fyrir þessa dásamlegu morgunstund! Smellið hér til að sjá myndir Síðuskóla frá hátíðinni.
Sirkus, samvera og gleði fyrir alla!