Húlladúllan heimsækir íbúa Skútustaðahrepps föstudagskvöldið 7. febrúar með nokkur skemmtileg sirkusleikföng og býður samfélaginu í Skútustaðahrepp að koma og leika! Húlladúllan vonast til að sjá aftur sem flest þeirra sem sóttu fjölskyldusirkushelgi Húlladúllunnar síðasta vor og hlakkar gífurlega til að kynnast þeim sem ekki komust til hennar síðast.
Sirkusgleðin stendur frá 18:30 – 20:00. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis. Börn yngri en 8 ára eru beðin að mæta í fylgd eldri fjölskyldumeðlima eða vina. Athugið að við innganginn verður söfnunarbaukur sem má gjarnan stinga í klinki til þess að bæta í eldsneytissjóð Húlladúllunnar. Húlladúllan þakkar Skútustaðahrepp kærlega fyrir afnot af íþróttahúsinu!
