Sumarsirkus Mývatnssveit 20. – 24. júLí 2020

  • Aldur: 6 ára og eldri.
  • Tímabil: 20. – 24. júlí
  • Klukkan 10:00 – 14:00
  • Kennslustaður: Íþróttahúsinu
  • Verð: 20.000
  • Fjölskylduafsláttur: 10%

Smellið hér til þess að skrá þáttakendur: https://forms.gle/RbRNEMFDhWF9MJVF8

Nemendur kynnast töfrum sirkuslistanna og spreyta sig á fjölbreyttum sirkusáhöldum. Við lærum sviðsframkomu og setjum saman stutt sirkus- og trúðaatriði. Í lok námskeiðsins bjóðum við fjölskyldu og vinum til sannkallaðrar sirkusveislu þar sem við leikum listir okkar!

Við munum húlla húllahringjum, djöggla slæðum, boltum og hringjum, dansa með fimleikaborða, leika okkur að blómaprikum, kínverskum jójóum og sveiflusekkjum, læra sirkusfimleika og akró, láta eins og alvöru trúðar, vagga á veltibrettum, halda jafnvægi á töfrafjöðrum, leika kúnstir með kínverska snúningsdiska og læra alvöru loftfimleika í silki!  

Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og það að þáttakendur uppgötvi og njóti eigin styrkleika. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði.

Húlladúllan er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu. 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s