Fjölskyldusirkushelgi – Langanesbyggð 20 – 21. febrúar 2021!

Húlladúllan heimsækir Langanesbyggð helgina 20 – 21. febrúar 2021 með bráðskemmtilega og heilsueflandi fjölskyldusirkushelgi! Þáttakendur fá að prófa hinar ýmsu sirkuslistir og og sirkusáhöld undir leiðsögn tveggja frábærra kennara. Kennt er í íþróttamiðstöðinni Þórshöfn í fimm klukkutíma hvorn dag, með klukkutíma hádegishléi.


Þáttökukostnaði er haldið í lágmarki en aðeins er rukkað 2000 króna skráningargjald fyrir hvern þáttakanda. Þetta er mögulegt þökk sé stuðningi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra ásamt stuðningi þeirra sveitarfélaga sem taka þátt, í formi afnota af aðstöðu. Smellið hér til að skrá þáttakendur til leiks!


Fjölskyldusirkushelgar Húlladúllunnar er skemmtilegt og spennandi verkefni sem er unnið undir formerkjum heilsueflandi nálgunnar. Dagskráin er sérstaklega sniðin að því að fjölskyldan og samfélagið geti öll tekið þátt saman burtséð frá aldri og stærð. Ætlast er til þess að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með eldri fjölskyldumeðlimi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s