Gerðu þinn eigin Húllahring í Bergi

Í tilefni haustfrís bjóða Húlladúllan og Menningarhúsið Berg skemmtilegt námskeið þriðjudaginn 19. október, klukkan 13:30. Þátttakendur eignast sinn eigin húllahring og læra að húlla. Þátttaka í smiðjunni kostar 2500 krónur. Smellið hér á linkinn til að skrá þátttöku: https://forms.gle/kY2Q8QLyjoQTVLR98

Húlladúllan setur saman húllahring sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig. Við skreytum svo hringina okkar með flottum og litríkum límböndum. Svo kennir Húlladúllan ykkur að húlla.

Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að teipa hringinn svo hann verði sem best heppnaður.

Húlladúllan hvetur þau sem eru áhugasöm til að skrá sig sem fyrst. Tekið er við skráningum til og með 18. október.Smiðjan fer fram í Menningarhúsinu Berg og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s