Í tilefni haustfrís bjóða Húlladúllan og Ólafsfjarðarkirkja upp á skemmtilega smiðju mánudaginn 18. október. Þátttakendur eignast sinn eigin húllahring og læra að húlla. Smiðjan fer fram í safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 18. október og hefst klukkan 17:00. Þátttaka í smiðjunni kostar 2500 krónur. Smellið hér á linkinn til að skrá þátttöku: https://forms.gle/DdkVj6eHYaskxqpSA
Húlladúllan setur saman húllahring sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig. Hún sýnir þátttakendum hvernig er best að bera sig að og svo skreytum við hringina okkar saman með flottum og litríkum límböndum.Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að teipa hringinn svo hann verði sem best heppnaður.
Húlladúllan hvetur þau sem eru áhugasöm til að skrá sig sem fyrst. Tekið er við skráningum til og með 17. október.Smiðjan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.