Gerðu þinn eigin húllahring á Djúpavogi!

*English version below*

Skemmtileg smiðja þar sem þátttakendur eignast og skreyta sinn eigin húllahring. Smiðjan fer fram laugardaginn 16. júlí kl. 14:00 í Neistahúsinu.

Þátttakendur fá í hendurnar berrassaðan húllahring sem Húlladúllan hefur sett saman sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig. Hún sýnir hvernig er best að bera sig að eiga við límböndin og síðan skreytum við hringina okkar saman með flottum og litríkum límböndum. Í lok smiðjunnar húllum við öll saman og Húlladúllan kennir þátttakendum skemmtileg húllatrix.

Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað litla fingur svo húllahringurinn verði sem best heppnaður.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 15. júlí. Þátttaka í smiðjunni kostar 2500 kr. og þátttakendur eignast hágæðahúllahring, settan saman af Húlladúllunni.

Smiðjan er styrkt af Menningarsjóði Múlaþings og unnin í samstarfi við ungmennafélagið Neista

Smellið hér á linkinn til að skrá þátttöku: https://forms.gle/VZr6BM5dDJ1H1rMb8

///

MAKE YOUR OWN HULA-HOOP WORKSHOP WITH HÚLLADÚLLAN!
The workshop will be held on Saturday July 16th at 14:00 in the Neisti house.

Participants receive a premade bare hula-hoop, each hoop customized to fit each registered participant. Participants receive instructions from Húlladúllan on how to manipulate the tapes and how to hold the hoop steady while taping. We then decorate our hoops with our own design, choosing from a range of cool and colourful tapes.

Everyone is welcome. Note that ten-year-olds and younger should attend accompanied by parents or older siblings, who can help them tape the hoop to make the outcome as successful as possible.

The price of the workshop is 2500 ISK. Please note that it is necessary to register before July 15th h as hoops will be premade to fit each participant.

Click here to register: https://forms.gle/VZr6BM5dDJ1H1rMb8

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s