Ljósagull á Eskifirði

Ljósagull er hugljúf en spennandi sýning sem hentar yngri börnum sérstaklega vel. Húlladúllan flytur frumsamið ævintýri og ljær því líf með tindrandi ljósum af ýmsu tagi. Að sýningunni lokinni fá börnin að stíga inn á sviðið og leika að ljósagullum Húlladúllunnar. Sýningin er hluti af Innsævi, menningar og listahátíð Fjarðabyggðar. Viðburðurinn fer fram sunnudaginn 10. júlí í Valhöll Eskifirði og hefst klukkan 16:00. Ókeypis inn og öll velkomin!

Leave a comment