Fjölskyldusirkushelgi í fellabæ!

Húlladúllan og Þristurinn bjóða upp á bráðskemmtilega og heilsueflandi fjölskyldusirkushelgi í Fellabæ helgina 20. – 21. maí 2023.

Helgin er fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri sem langar að prófa eitthvað skemmtilegt og nýtt! Þátttakendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og spreyta sig á hinum ýmsu sirkuslistum og sirkusáhöldum, við styrkjum tengsl og sjálfsmynd í gegnum hópefli og vitanlega skellum við okkur í allskonar skemmtilega leiki.

Kennt er frá klukkan 10:00 – 16:00, með klukkutíma hádegishléi á milli klukkan 12:30 og 13:30, hvorn dag. Þristurinn niðurgreiðir helgina svo þátttökugjald er aðeins 2000 kr. per þátttakanda fyrir alla helgina. Smellið hér til þess að skrá þátttakendur til leiks: https://forms.gle/3xcQ2R14F1LbXo3D9

Þátttakendum er frjálst að stíga inn og út úr dagskránni eftir því hvað orka og úthald hvers og eins leyfir. Dagskráin er sérstaklega sniðin að því að fjölskyldan og samfélagið geti öll tekið þátt saman, bæði lítil og stór, yngri og eldri. Ætlast er til þess að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með eldri fjölskyldumeðlimi eða vinum.

Í boði verða fjölbreyttar sirkuslistir, t.d. húlla, loftfimleikar í silki, blómaprik, sirkusfimleikar og píramídar, djöggl, jafnvægisfjaðrir, kínverskir snúningsdiskar, kasthringir, veltibretti og fimleikaborðar.

Húlladúllan er Unnur María Máney, sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún er lærður sirkuskennari og hefur kennt og sýnt með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum á alþjóðlegri grundu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s