Sirkusnámskeið Tjarnarborg vor 2024

  • Hvar: Tjarnarborg
  • Hvenær: Þriðjudaga kl. 15:10 – 16:30*
  • Aldur: 6 ára og eldriTímabil: 30. janúar til og með 28. Maí
  • Verð: 30.000 kr. Fjölskylduafsláttur: 10%, Frístundakort nýtist!
  • Skráning : Ef frístundastyrkur skal nýttur skráið í gegnum Sportabler á vefsíðu Fjallabyggðar. Annars hér: https://forms.gle/9xQZ8iBS6zH94g5t5

Sirkusskóli Húlladúllunnar býður skemmtilegt sirkusnámskeið í Tjarnarborg vorönnina 2024. Nemendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og læra grunntækni hinna helstu sirkuslista. Á dagskránni eru húllahopp, jafnvægislistir, djöggl, félagafimleikar, atriðasmíði, kínverskir snúningsdiskar, kínverskt jójó, sviðsframkoma, trúðalæti, blómaprik og auðvitað alls kyns leikir og fullt af sköpunargleði. Nemendasýning þar sem við sýnum afrakstur annarinnar verður haldin 28. maí.

*Siglfirðingar athugið! Möguleiki er að færa tímana til klukkan 14:30 – 15:50 svo þeir passi við síðustu skólarútu yfir til Siglufjarðar eftir 13. febrúar. Slík ákvörðun verður þó ávallt tekin í samráði við skráða nemendur og fjölskyldur þeirra.

Húlladúllan er Unnur María Máney Bergsveinsdóttir. Hún er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus og komið fram og kennt á ýmsum sirkusviðburðum og sýningum í Frakklandi, Bretlandi og í Mexíkó. Hún lauk húllakennaranámi frá Live Love Hoop í Bristol árið 2016 og alþjóðlegu Social Circus kennaranámi á vegum Caravan sirkussamtakanna og Evrópusambandsins árið 2019.

Leave a comment