MinjasafNið á Akureyri – Gerðu þinn eigin húllahring!

Dansaðu þig inn í sumarið með eigin sumarleikfangi undir stjórn Húlladúllunnar.

Á námskeiðinu gera þátttakendur húllahring sem þau geta mögulega sýnt barnabörnum sínum því í Húllasmiðjunni gera börnin húllahring með lífstíðarábyrgð og læra að nota undir dyggri en skemmtilegri stjórn Húlladúllunnar.

Við setjum saman húllahring og skreytum með flottum og litríkum límböndum. Svo sýnir Húlladúllan flott húllaatriði og kennir okkur að húlla.

Þáttökugjald er ekkert, húllahringirnir eru sumargjöf frá Minjasafninu!

Skráning er nauðsynleg – smellið hér til að skrá þátttöku: https://forms.gle/6EAtDX9D5gHec7679

*Athugið að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að skreyta hringinn svo hann verði sem best heppnaður.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíð Akureyrar og styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar og SSNE.

Leave a comment