Húlladúllan tekur þátt í hinni frábæru bæjarhátíð Ein með öllu á Akureyri yfir verslunarmannahelgina. Hún býður til húllahringjagerðarsmiðju á Glerártorgi. Þáttakendur fá í hendurnar berrassaðan húllahring og Húlladúllan kennir ykkur að skreyta hringinn með flottu teipi. Efniskostnaður er 2500 krónur. Það er nauðsynlegt að skrá þáttakendur í smiðjuna, smellið hér til að fara beint á skráningarblaðið: https://forms.gle/REjKZov8AwPBZ3XK6
Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að ung börn mæti í fylgd eldri fjölskyldumeðlims eða vinar, sem getur aðstoðað þau við að teipa hringinn svo hann verði vel heppnaður.
Tekið er við greiðslu á staðnum í reiðufé eða í formi millifærslu. Því miður er ekki posi á staðnum en það er hraðbanki á Glerártorgi.