Húlladanstímarnir eru frábærir timar fyrir öll þau sem vilja koma sér í gott form og læra töff húllatrix í leiðinni. Nú eða rifja upp gamla húllatakta! Áhersla er lögð á gleði, brennslu, aukið þol, styrkingu kjarnavöðva (core) og liðleika. Bæði er unnið með flæði og einfaldar dansrútínur. Engrar reynslu er þörf og algerir byrjendur eru velkomin. Nemendur geta fengið húllahring lánaðan heim á milli tíma til að æfa sig heima ef vill.
Athugið að aldurstakmörkin eru til viðmiðunar og til kemur greina að hleypa yngri nemendum að ef þau hafa ríkan áhuga.
Kennt er í Tjarnarborg, Ólafsfirði, Námskeiðið hefst miðvikudaginn 18. September og lýkur 11. desember. Verð námskeiðs er 25.000 krónur fyrir haustönnina. Hægt er að skipta greiðslu í tvennt ef fólk kýs. Smellið hér til að skrá þáttakendur til leiks: https://forms.gle/ZJzKjEYPgsh5ThuYA