Akró á Óló

Langar þig að öðlast meiri liðleika og styrk en finnst jóga og teygjur ekki nógu spennandi? Komdu og lærðu að lyfta þér og öðrum upp með Húlladúllunni!

Hvað er akró? Akró eru blanda af jóga, sirkusfimleikum og teygjuæfingum. Við vinnum saman í litlum hópum og leggjum áherslu á að hver og einn geti unnið út frá eigin getustigi á öruggan máta. Akró sameinar góða líkamsrækt og frábæra skemmtun í góðum félagsskap.

Kennt er í Jógastúdíói Snjólaugar, Ólafsfirði á miðvikudögum klukkan 17:00. Hver timi er klukkutími og fimmtán mínútur. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og er kennt af Húlladúllunni ásamt Syl Roulet, sirkuskennara frá Sirkusskólanum í Brussel.

Tímarnir henta öllum sem hafa áhuga á að prófa akró. Allir geta mætt í tíma og við leggjum áherslu á að laga æfingarnar að hverjum og einum og veita persónulega þjálfun miðaða við getu.

Verð 10.000 kr.
Smellið hér til að skrá ykkur: https://forms.gle/65en5mcsTQZBkt6g6

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s