Fjölskyldusirkushelgi á Höfn

Húlladúllan heimsækir Höfn á Hornafirði helgina 28. – 29. ágúst 2021 með bráðskemmtilega og heilsueflandi fjölskyldusirkushelgi! Þátttakendur fá að prófa hinar ýmsu sirkuslistir og og sirkusáhöld. Kennt er í Íþróttahúsinu á Höfn frá klukkan 10:00 – 15:00, með klukkutíma hádegishléi. Aðgangur er ókeypis í boði Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Dagskráin er sérstaklega sniðin að því að fjölskyldan og samfélagið geti öll tekið þátt saman burtséð frá aldri og stærð. Ætlast er til þess að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með eldri fjölskyldumeðlimi eða vinum. Þátttakendum er frjálst að stíga inn og út úr dagskránni eftir því hvað orka og úthald hvers og eins leyfir.

Í boði verða fjölbreyttar sirkuslistir, t.d. húlla, loftfimleikar í silki, blómaprik, sirkusfimleikar og píramídar, djöggl, jafnvægisfjaðrir, kínverskir snúningsdiskar, kasthringir, veltibretti og fimleikaborðar. Og auðvitað skellum við okkur líka í allskonar skemmtilega leiki. Smellið hér til þess að skrá þátttakendur til leiks: https://forms.gle/LdmKAAp37yQ96p1C9